ALVOGEN
Á Íslandi gilda skýrar reglur um hvaða texti má og má ekki birtast í auglýsingum á lyfjum í lausasölu. Í auglýsingalínu lyfja frá Alvogen ákváðum við að leyfa myndefni auglýsinganna að segja allt sem segja þarf um hvert lyf sem auglýst er. Á botni auglýsingarinnar má sjá pakka lyfsins og smáa letrið sem fylgir með. Unnið í samstarfi við Noma Bar.