ENDURMÖRKUN

Við fengum það skemmtilega verkefni að fara í allsherjar rebrand vinnu með Men&Mice þar sem merki, ásýnd og allt markaðsefni fyrirtækisins var tekinn í gegn. Afraksturinn leit dagsins ljós nú í desember og við erum í skýjunum með útkomuna og frábært samstarf við Men&Mice

Merkið er einfalt og stílhreint. Hringlaga form eru unnin út frá &-merkinu og músin myndast úr samsetningunni. Hringirnir eru einnig tilvísun í vöruna þar sem punktar og tvípunktar einkenna allar IP tölur. Með fókus á form og stílhreina leturútfærslu getur merkið aðlagað sig vel að fjölbreyttum snertiflötum. Það stendur sterkar í allri stafrænni notkun og býður upp á mikinn leik í hreyfingu og uppsetningu. Það er ferskt og nútímalegt sem jafnframt lifir lengi vegna einfaldleika

FLEIRI VERK