MIÐAÐU ÚT NAFN
Við gerðum skemmtilega og hafbláa herferð á degi íslenskrar tungu fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Brim, sem hefur sérstakan áhuga á íslensku máli.
Fjöldi fallegra íslenskra mannanafna á uppruna sinn í sjávarmenningu, allt frá Stefni til Ránar … Við gerðum aðgengilegan og hvetjandi leik þar sem hægt var að fræðast um merkingu og útbreiðslu sjávartengdra nafna og safna stigum í leiðinni.
Hvað heita margir þínu nafni? Og heitir einhver Karfi?