Kontor Reykjavík hlaut 2 tilnefningar fyrir herferð Amnesty International “Þitt nafn bjargar lífi” í hönnunarkeppninni Art Directors Club Europe, en þar eru fremstu verk í grafískri hönnun í Evrópu verðlaunuð. Tilfnefningarnar eru í flokki prent- og umhverfisauglýsinga og Integration & Innovation fyrir óhagnaðardrifin fyrirtæki.
Við óskum vinum okkar í Amnesty innilega til hamingju með tilnefningarnar og þökkum þeim og öllum sem unnu með okkur í þessu verkefni fyrir samstarfið.