Tokyo - Lostæti fyrir lostætur

Veitingastaðurinn Tokyo Sushi vildi breyta merki sínu og stækka úrvalið á matseðlinum. Fyrsta var ákveðið að breyta Tokyo Sushi í Tokyo. Valin voru tákn fyrir mismunandi vörur og auglýsingar Tokyo. Hönnuð voru mynstur sem vísa í japanskan myndheim og sýna fram á nýja og ferska rödd Tokyo. Til að styrkja þessa nýju ímynd voru valdir broskarlar sem hafa einnig sterka tengingu við japanska menningu. Árið 2020 var farið í endurmörkun á umbúðum með umhverfisvænar lausnir að leiðarljósi. Allar umbúðir tala saman í litum, letri og leik sem einkennir Tokyo.

Sjá fleiri verkefni