Í mörg ár hefur svartur litur verið áberandi í markaðsefni Sinfóníunnar. Í ljósi aðstæðna á óvenjulegu ári var ákveðið að uppfæra ímyndina – með bjartsýni að leiðarljósi. Myndefni herferðarinnar fangar spennuna í þann mund sem sjálf Sinfóníuhljómsveit Íslands stígur svið – í öllum sínum glæsileika. Séreinkenni hljómsveitarinnar eru dregin fram í eftirminnilegum myndum og þar sem hvítur litur fær að njóta sín sem andstæða við svartan klæðnað hljóðfæraleikarana.