Kontor Reykjavík hlaut silfurverðlaun í flokki lyfjaauglýsinga fyrir auglýsingaherferð Alvogen á EPICA Awards sem er ein mikilvægasta og virtasta alþjóðlega samkeppnin á sviði auglýsingagerðar. Auglýsingastofur víðsvegar að úr heiminum og þekktar stofur á borð við BBDO, DDB, Leo Burnett, McCann, Ogilvy, Saatchi & Saatchi og Wieden+Kennedy tóku þátt í keppninni en dómnefnd skipa blaðamenn fagblaða um auglýsinga- og markaðsmál frá öllum heimshornum. Kontor Reykjavík er eina íslenska stofan sem hefur unnið hefur til silfurverðlaun á EPICA.

Sjá fleiri verkefni