CLIO AWARDS

Já, það er satt! Við höfum hlotið tilnefningu til CLIO awards verðlaunanna, sem er ein stærsta og virtasta auglýsingakeppni heims, fyrir prentauglýsinguna „Tján­ing­ar­frelsið má aldrei veikj­ast“, fyr­ir Íslands­deild Am­nesty In­ternati­onal. Aðeins eru 25 aug­lýs­ing­ar frá öll­um heim­in­um til­nefnd­ar í þess­um flokki prentaug­lýs­inga en  meðal tilnefnda eru aug­lýs­ing­ar fyr­ir stór­fyr­ir­tæki á borð við McDon­alds, Volvo, Chevr­olet og Burger King.  

Aug­lýs­ing­arn­ar hafa vakið mikla at­hygli fyr­ir beitta hug­mynd og út­færslu en mark­mið her­ferðar­inn­ar er að vekja at­hygli á því að aldrei hef­ur verið meira áríðandi að standa vörð um tján­ing­ar­frelsi eins og nú á tím­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Auglýsingarnar hafa líka hlotið þann heiður að vera val­dar á sér­staka sýn­ingu á aug­lýs­ing­um í flokki al­manna­heilla á ACT Responsi­ble’s 2021 CANN­ES LI­ONS. Á hverju ári eru bestu her­ferðirn­ar sem vakið hafa at­hygli á mál­efn­um tengd­um mann­rétt­ind­um og lofts­lags­mál­um vald­ar á sér­staka sýn­ingu.

Við óskum Íslandsdeild Amnesty International til hamingju með árangurinn og þökkum þeim, Óttari Guðmundsssyni og Lilju Dís Smára kærlega fyrir frábært samstarf!

Sjá fleiri verkefni