Já, það er satt! Við höfum hlotið tilnefningu til CLIO awards verðlaunanna, sem er ein stærsta og virtasta auglýsingakeppni heims, fyrir prentauglýsinguna „Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast“, fyrir Íslandsdeild Amnesty International. Aðeins eru 25 auglýsingar frá öllum heiminum tilnefndar í þessum flokki prentauglýsinga en meðal tilnefnda eru auglýsingar fyrir stórfyrirtæki á borð við McDonalds, Volvo, Chevrolet og Burger King.
Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli fyrir beitta hugmynd og útfærslu en markmið herferðarinnar er að vekja athygli á því að aldrei hefur verið meira áríðandi að standa vörð um tjáningarfrelsi eins og nú á tímum kórónuveirufaraldursins.
Auglýsingarnar hafa líka hlotið þann heiður að vera valdar á sérstaka sýningu á auglýsingum í flokki almannaheilla á ACT Responsible’s 2021 CANNES LIONS. Á hverju ári eru bestu herferðirnar sem vakið hafa athygli á málefnum tengdum mannréttindum og loftslagsmálum valdar á sérstaka sýningu.
Við óskum Íslandsdeild Amnesty International til hamingju með árangurinn og þökkum þeim, Óttari Guðmundsssyni og Lilju Dís Smára kærlega fyrir frábært samstarf!